Leið 641 : Akureyri - Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss

SBA-Norðurleið rekur rúmlega 80 vel búna hópferðabíla, 9-74 farþega að stærð. Bílarnir henta bæði vel til sumar- og vetraraksturs auk þess sem sjö þeirra

Leið 641 : Akureyri - Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss

Gildistími: 18.06.2017 - 31.08.2017
   
Daglega
Frá Akureyri / Oddeyrarbót 2 08:00
Frá Goðafoss Bílaplan 09:00
Frá Húsavík / Gamli baukur Veitingastaðurinn Gamli baukur 09:45
Frá Ásbyrgi / Verslun 11:00
Frá Hljóðaklettar / Vesturdalur 11:20
Endastöð Dettifoss 12:30*


Farið er með áætlunarbifreið um Húsavík að þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum, sem býr yfir einstökum krafti, er ákaflega heillandi og ríkur af andstæðum. Stoppað er við verslunina í Asbyrgiþaðan sem vel sést inn í Ásbyrgi, sem er eins og far eftir hóf í lögun, en þar skartar heimskautagróður sínu fegursta og friðsæl tjörn hvílir í skjóli tröllaukinna hamra, sem mynduðust í hamfarahlaupi endur fyrir löngu. Farið er að Dettifossi, stærsta fossi Evrópu, 44 metra háum og 100 metra breiðum, þar sem allt að 1500 tonn af vatni, aur og sandi ryðjast niður í áhrifamesta gljúfur Íslands. Eftir um klukkustundarstopp heldur rútan áfram niður í   Hljóðakletta, en þeir eru heimsþekktir fyrir stuðlabergsmyndanir, sem einkenna þessa fornu gígaröð. Hægt er að ganga um ævintýralega klettana í um 45 mínútur áður en haldið er aftur í Ásbyrgi. Á leiðinni aftur til Akureyrar er stoppað örstutt  á Húsavík, fallegum fiskibæ sem orðinn er heimsþekktur fyrir hvalaskoðun. 
Athugið! Tengiferð frá Dettifossi til Mývatns og þaðan til Akureyrar eða Húsavíkur.


Skoða mótleið

SBA-NORÐURLEIÐ

HJALTEYRARGÖTU 10  |  600 AKUREYRI  |  ICELAND  | SÍMI: 5 500 700  | sba@sba.is
HJALLAHRAUNI 2  |  220 HAFNARFJÖRÐUR  |  ICELAND | SÍMI: 5 500 770  | sba@sba.is