Fara í efni

Dagsferðir 2022

Sumarið 2022 bjóðum við fjölbreyttar dagsferðir frá Akureyri á tímabilinu 12. júní til og með 3. september.  Í öllum ferðum er leiðsögn á íslensku.

Hópar, fyrirtæki og félagasamtök geta pantað þessar ferðir á öðrum dögum.

Við áskiljum okkur rétt til að fella niður eða færa ferðir ef ekki næst ásættanlegur fjöldi þátttakenda eða ef veðurútlit á hálendinu er slæmt. 

Askja og Drekagil, 6. ágúst 2022

Stórkostlegt svæði mótað af hrikalegum náttúruöflum.

Stórurð / Borgarfjörður eystri, 27. ágúst 2022

Náttúrufegurð og litadýrð við rætur Dyrfjalla.

Jökulsárgljúfur II, 3. sept. 2022

Neðri hluti gljúfranna, hægt að velja lengri eða styttri gönguleiðir.