Fara í efni

Askja og Drekagil

Stórkostlegt svæði mótað af hrikalegum náttúruöflum.

Óbyggðirnar kalla....

Brottför frá Akureyri kl. 07:00 18. júlí og 8. ágúst 2020, leiðsögn á íslensku.

Við gerum stutt þægindastopp í Mývatnssveit áður en haldið er inn á hálendið. Fyrsti viðkomustaður er Herðubreiðarlindir og þar er gefinn tími til að skoða þennan fallega stað sem bæði Fjalla-Eyvindur og Fjalla-Bensi höfðu dálæti á. 

Næsti viðkomustaður er Askja en frá bílastæðinu í Vikraborgum inn að Öskuvatni og Víti er um 35 mínútna gangur. Svæðið býr yfir áhugaverðri sögu og stórfenglegri náttúrufegurð sem vitnar um miklar náttúruhamfarir.

Eftir gönguna verður ekið að Drekagili og áð þar. Eftir að hafa snætt nesti og hvílt um stund er gengið að gilinu og það skoðað.

Síðasti viðkomustaður dagsins er Möðrudalur á Fjöllumen þangað er ekið um Krepputungu. Við stoppum í um það bil eina klukkustund í Fjallakaffi þar sem hægt verður að kaupa veitingar og skoða sig um á staðnum.

Að lokum verður ekið sem leið liggur til Akureyrar en áætlaður komutími þangað er um kl. 22:00.

Ferðaáætlun

Askja og Drekagil

Dagsferð frá Akureyri.

Viðkomustaðir í ferðinni:

 • Mývatnssveit, þægindastopp
 • Herðubreiðarlindir
 • Askja
 • Drekagil

Hvað þarf að taka með

 Nauðsynlegt að hafa með í þessari ferð:

 • Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
 • Góðir gönguskór.
 • Nesti og drykkir fyrir daginn.

Flokkar

 • Bus or minivan tour
 • Day trips and excursions
 • Nature
 • Walking tour
 • Sightseeing

Tungumál leiðsögumanns

 • Íslenska