Fara í efni

Fjörður

Hópferð frá Akureyri og Grenivík út í Fjörður. Hægt að taka þátt í guðsþjónustu á Þönglabakka í Þorgeirsfirði.

Dagsferð frá Akureyri og Grenivík út í Fjörður sunnudaginn 26. júlí 2020. Farið verður á fjallarútu þar sem vegurinn um þessar eyðibyggðir getur verið grófur og erfiður yfirferðar. Leiðsögumaður miðlar upplýsingum um staðhætti og búsetu sem eitt sinn var á þessu svæði. Gengið verður úr Hvalvatnsfirði yfir að Þönglabakka í Þorgeirsfirði og þar geta þeir sem vilja tekið þátt í árlegri guðsþjónustu. Því næst verður haldið sömu leið til baka.

Ferðaáætlun

Akureyri - Grenivík - Fjörður

Brottför frá Akureyri og Grenívík.

 • Ekið frá Grenivík út í Fjörður um Leirdalsheiði.
 • Gengið úr Hvalvatnsfirði yfir í Þorgeirsfjörð.
 • Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Þönglabakka.
 • Gengið til baka yfir í Hvalvatnsfjörð .
 • Ekið til Grenivíkur og Akureyrar.

Hvað þarf að taka með

 • Góðir gönguskór.
 • Fatnaður sem hæfir veðri.
 • Nesti fyrir daginn.

Flokkar

 • Bus or minivan tour
 • Cultural and theme tours
 • Day trips and excursions
 • Walking tour