Jökulsárgljúfur og Húsavík 3. júlí
























































Dagsferð frá Akureyri sem hentar öllum aldurshópum.
Lagt af stað frá Akureyri kl. 08:00 og haldið austur að Dettifossi en á leiðinni er stutt þægindastopp í Mývatnssveit. Góður tími til að skoða tvo mikilfenglega fossa, Dettifoss og Selfoss og nánasta umhverfi þeirra. Því næst er útsýnisstopp við Hafragilsfoss áður en haldið er í Hólmatungur en þar hefst um 10 km ganga um undraheima Jökulsárgljúfurs að Hljóðaklettum. Þeir sem kjósa styttri göngu skoða sig um í Hólmatungum og fara svo með rútunni í Hljóðakletta en þar er hægt að velja um nokkar mismunandi gönguleiðir.
Frá Hljóðaklettum er ekið sem leið liggur um Kelduhverfi og Tjörnes til Húsavíkur en þar verður stoppað í tvær klukkustundir. Á Húsavík hafa þátttakendur frjálsan tíma en þeir geta t.d. farið í Sjóböðin eða skoðað sig um í bænum en þar eru margir spennandi veitingastaðir. Áætluð koma til Akureyrar er um kl. 21:00.
Ferðaáætlun
Frábært tækifæri til að upplifa einstaka fegurð Jökulsárgljúfra. Hægt að velja langar og stuttar gönguleiðir.
- Fossaröðin Selfoss, Dettifoss og Hafragilsfoss.
- Hólmatungur
- Hljóðaklettar
- Húsavík, hægt að fara í Sjóböðin eða skoða sig um í bænum.
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
- Nesti og drykkir fyrir daginn.
- Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
- Góðir gönguskór.
- Göngustafir.
- Vaðskór og lítið handklæði.
- Sundfatnaður og handklæði fyrir þá sem ætla í Sjóböðin á Húsavík.
Flokkar
- Bus or minivan tour
- Day trips and excursions
- Hiking
- Holiday and seasonal tours
- Nature
- Sightseeing
Tungumál leiðsögumanns
- Íslenska