Fara í efni

Jökulsárgljúfur og Húsavík - Demantshringur

Sórbrotin náttúra. Hægt að velja lengri eða styttri gönguleiðir.

Dagsferð frá Akureyri sem hentar öllum aldurshópum. 

Við leggjum af stað frá Akureyri kl. 08:00 og höldum austur að Dettifossi en á leiðinni er stutt þægindastopp í Mývatnssveit. Við gefum okkur góðan tíma til að skoða tvo mikilfenglega fossa, Dettifoss og Selfoss og nánasta umhverfi þeirra. Því næst gerum við stutt útsýnisstopp við Hafragilsfoss áður en haldið er í Hólmatungur en þar hefst 8 km ganga um undraheima Jökulsárgljúfurs að Hljóðaklettum. Þeir sem kjósa styttri göngu skoða sig um í Hólmatungum og fara svo með rútunni í Hljóðakletta. Í Hjóðaklettum er hægt að velja um mismunandi gönguleiðir:

 •  Hljóðaklettar - Tröllið, samtals 1,2 km eða um 30 mín. Auðveld gönguleið (blá).
 • Hringur í Hljóðaklettum, 3 km eða 60 - 90 mín. Krefjandi gönguleið (rauð) þar sem stígar liggja um óslétt hraun. 
 • Hringur um Hljóðakletta og Rauðhóla, 5 km eða 1,5 - 2 klst. Krefjandi gönguleið (rauð) þar sem stígar liggja um óslétt hraun.
 • Frá Hljóðaklettum að Karli og kerlingu, 2 km auðveld gönguleið (blá) að útsýnisstað eða 3 km krefjandi gönguleið (rauð) ef farið er niður á eyrina þar sem töllin standa.

Frá Hljóðaklettum er ekið sem leið liggur í Ásbyrgi en þar er gengið eftir þægilegum stígum. Hægt að velja stutta göngu að Botnstjörn eða aðeins lengri hring um innsta hluta Ásbyrgis.

Frá Ásbyrgi er ekið um Kelduhverfi og Tjörnes til Húsavíkur en þar verður stoppað í tvær klukkustundir. Á Húsavik hafa þátttakendur frjálsan tíma en þeir geta t.d. farið í Sjóböðin eða skoðað sig um í bænum en þar eru margir spennandi veitingastaðir. Komið til Akureyrar milli kl. 20:00 og 21:00. 

Ferðaáætlun

Jökulsárgljúfur og Húsavík - Demantshringur

Dagsferð með leiðsögn frá Akureyri. Frábært tækifæri til að upplifa einstaka fegurð Jökulsárgljúfra. Hægt að velja langar og stuttar gönguleiðir.

 • Fossaröðin Selfoss, Dettifoss og Hafragilsfoss.
 • Hólmatungur
 • Hljóðaklettar
 • Ásbyrgi
 • Húsavík, hægt að fara í Sjóböðin eða skoða sig um í bænum.

Hvað þarf að taka með

Heppilegur útbúnaður í þessari ferð ferð:

 • Nesti og drykkir fyrir daginn.
 • Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
 • Góðir gönguskór.
 • Göngustafir.
 • Vaðskór og lítið handklæði.
 • Sundfatnaður og handklæði fyrir þá sem ætla í Sjóböðin á Húsavík.

Flokkar

 • Bus or minivan tour
 • Day trips and excursions
 • Hiking
 • Holiday and seasonal tours
 • Nature
 • Sightseeing

Tungumál leiðsögumanns

 • Íslenska