Fara í efni

Kjölur, Kaldidalur og Snæfellsnes 24. júlí - 27. júlí

Óteljandi náttúruperlur.

Fjögurra daga ferð um Kjöl, Kaldadal, Borgarfjörð og Snæfellsnes, þrjár gistinætur. 

Rútuferð með leiðsögn. Áhersla á gamlar þjóðleiðir og náttúruperlur á hálendinu, Suðurlandi og Vesturlandi. 

Verð miðað við tvo í herbergi kr. 98.900

Verð miðað við einn í herbergi kr. 124.900

Innifalið í verði er rútufar og gisting með morgunmat. Staðfestingargjald kr. 10.000 greiðist við skráningu. Lokagreiðsla þarf að fara fram eigi síðar en föstudaginn 24. júní 2021.

Gisting:

 • Laugarvatn Hostel, ein nótt.
 • Fosshótel Stykkishólmur, tvær nætur.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á sba@sba.is eða hringja í s. 5 500 700.

Ferðaáætlun

Dagur 1

Akureyri - Kjölur - Laugarvatn

Lagt af stað frá Akureyri kl. 08:00. Þægindastopp í Varmahlíð og á Hveravöllum. Aðrir viðkomustaðir:

 • Kerlingarfjöll. Hádegishlé, veitingasala á staðnum en þátttakendur geta líka verið með eigið nesti. Eftir hádegishressingu verður ekið að bílastæðinu við Keis og þaðan gengið um Neðri-Hveradali eftir merktri gönguleið. Svæðið er einstaklega litríkt og fallegt háhitasvæði. 
 • Gullfoss
 • Geysir í Haukadal. Komið í náttstað á Laugarvatni rétt fyrir kvöldmat.

Komið í náttstað á Laugarvatni rétt fyrir kvöldmat. Um kvölið hafa þátttakendur val um að fara í heilsulindina Fontana.

Dagur 2

Laugarvatn - Þingvellir - Kaldidalur - Borgarfjörður - Borgarnes - Stykkishólmur

Farið frá Laugarvatni að Þingvöllum og þaðan um Kaldadal í uppsveitir Borgarfjarðar. Stoppað á nokkrum stöðum í Borgarfirði áður en haldið er í Stykkishólm þar sem gist verður í tvær nætur. Áfangastaðir dagsins eru:

 • Þingvellir, þátttakendur hafa val um 50 mínútna göngu með leiðsögumanni eða að fara um svæðið upp á eigin spýtur.
 • Barnafossar og Hraunfossar
 • Reykholt
 • Deildartunguhver
 • Borgarnes, val um gönguferð um elsta hluta bæjarins með leiðsögumanni og/eða heimsókn á Landnámssetrið.
Dagur 3

Um níu tíma hringferð Snæfellsnes sem byrjar og endar í Stykkishólmi.

Helstu viðkomustaðir:

 • Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn
 • Kirkjufellsfoss
 • Ólafsvík
 • Saxhóll
 • Djúpalónssandur
 • Hellnar og Arnarstapi, þeir sem vilja eiga kost á að ganga á milli þorpanna en sú gönguleið er með fallegri gönguleiðum á landinu. 

Eftir kvöldmat hafa þátttakendur val um siglingu á Breiðafirði.

Dagur 4

Stykkishólmur - Búðardalur - Þingeyrar - Vatnsdalur - Akureyri

Skipulag dagsins:

 • Létt ganga upp á Helgafell. 
 • Ekið eftir Skógaströnd í Búðardal þar sem gert verður hádegishlé í Leifsbúð. Þeir sem hafa áhuga geta heimsótt Vínlandssetrið en þar er ný sögusýning sem gerir grein fyrir landafundum norænna manna á Grænlandi, í Kananda og í Bandaríkjunum. 
 • Frá Búðardal um Laxárdalsheiði að Þingeyrakirkju. 
 • Hringur í Vatnsdal. 

Á leiðinni til Akureyrar verður a.m.k. eitt þægindastopp en áætluð koma til þangað er kl. 18:45

Hvað þarf að taka með

 • Þægilegur fatnaður sem tekur mið af veðurfari.
 • Góðir skór, göngustafir geta komið sér vel.
 • Nesti ef vill, t.d. fyrir fyrsta daginn.

Tungumál leiðsögumanns

 • Íslenska