Fara í efni

Laugafell og Skagafjörður, 21. ágúst

Þægileg hálendisferð.

Laugardagur 21. ágúst 2021, brottför frá Akureyri kl. 08:00.

Ekið frá Akureyri fram Eyjafjörð og upp á hálendið eftir Sprengisandsleið. Stoppað u.þ.b. tvær klukkustundir í Laugafelli þar sem fólki gefst kostur á að baða sig í heitri laug og skoða sig um. Aðstöðugjald í Laugafelli er innifalið í ferðinni.

Farið frá Laugafelli niður í Vesturdal í Skagafirði og þaðan til Varmahlíðar. Valin útsýnisstopp á leiðinni. 

Eftir þægindastopp í Varmahlíð verður farið sem leið liggur aftur til Akureyrar.

Ferðaáætlun

Laugafell og Skagafjörður

Dagsferð frá Akureyri.

Viðkomustaðir í ferðinni:

 • Laugafell
 • Varmahlíð

Hvað þarf að taka með

 • Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
 • Góðir skór.
 • Nesti og drykkir fyrir daginn.
 • Handklæði og sundfatnaður fyrir þá sem vilja baða sig í Laugafelli.

Flokkar

 • Bus or minivan tour
 • Day trips and excursions
 • Nature
 • Sightseeing

Tungumál leiðsögumanns

 • Íslenska