Fara í efni

Slóðir Guðrúnar frá Lundi, 23. júlí 2022

Áhugaverð dagsferð um heimahaga Guðrúnar frá Lundi.

Leiðsögumaður er Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Helstu viðkomustaðir:

  • Ólafsfjörður
  • Fljót
  • Hofsós
  • Sauðárkrókur

Ferðaáætlun

Brottför frá Akureyri kl. 08:00

Farið út með Eyjafirði og um Lágheiði yfir í Fljót.

Stoppað á völdum stöðum í Fljótum, stuttar göngur með leiðsögumanni fyrir þá sem vilja. Hádegishlé austan Vatna í Skagafirði og því næst ekið til Sauðárkróks. Gengið um elsta hluta bæjarins þar sem Guðrún bjó. Einnig farið upp á Nafir til að vitja leiðis Guðrúnar og njóta útsýnis yfir Skagafjörð.

Á bakaleiðinni er farið í gegnum Varmahlíð og yfir Öxnadalsheiði til Akureyrar.


Hvað þarf að taka með

  • Fatnaður sem hæfir veðri og aðstæðum.
  • Nesti og drykkir.

Tungumál leiðsögumanns

  • Íslenska