Sprengisandur, Fjallabak og norðuaustur hálendið 16. -20. ágúst
























































































Fimm daga ferð um Sprengisand, Fjallabak, Austurland og norðaustur hálendið. Fjórar gistinætur.
Ferð með sérútbúinni fjallarútu og leiðsögn á íslensku. Áhersla á einstakar náttúrperlur á hálendinu sem erfitt er að nálgast nema á breyttum bílum.
Verð miðað við tvo í herbergi kr. 139.000
Verð miðað við einn í herbergi kr. 167.000
Innifalið í verði er rútufar og gisting með morgunmat. Staðfestingargjald kr. 10.000 greiðist við skráningu. Lokagreiðsla þarf að fara fram eigi síðar en föstudaginn 15. júlí 2021.
Gisting:
- Hálendismiðstöðin í Hrauneyjum, ein nótt
- Hótel Laki, ein nótt
- Hótel Höfn, ein nótt
- Möðrudalur á Fjöllum, ein nótt
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á sba@sba.is eða hringja í s. 5 500 700.
Ferðaáætlun
Akureyri - Sprengisandur - Veiðivötn - Hrauneyjar
Lagt af stað frá Akureyri kl. 08:00 og farið sem leið liggur yfir Sprengisand og í Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum. Skipulag dagsins gerir ráð fyrir nægum tíma til stoppa á völdum útsýnisstöðum. Viðkomustaðir dagsins eru:
- Aldeyjarfoss og Hrafnabjargafoss
- Nýjidalur
- Veiðivötn
Hrauneyjar - Landmannalaugar - Eldgjá - Fjarðrárgljúfur - Hótel Laki
Fjallabaksleið nyrðri, auk valinna útsýnisstaða eru viðkomustaðir dagsins:
- Landmannalaugar, stoppað þar í tvo tíma. Fyrir hádegishlé getur fólk valið að fara í gönguferð um Laugahraun, Græna gil og / eða farið í náttúrulaugina.
- Eldgjá, hægt að velja um tvær gönguleiðir að Ófærufossi.
- Fjaðrárgljúfur, stutt ganga fyrir þá sem það kjósa.
Áætluð koma á Hótel Laka um kl. 18.
Hótel Laki - Lakagígar- Kirkjubæjarklaustur - Fjallsárlón - Jökulsárlón - Höfn í Hornafirði
Skipulag dagsins:
- Lakagígar, hringakstur um svæðið og valin útsýnisstopp.
- Kirkjubæjarklaustur, hádegishressing.
- Fjallsárlón
- Jökulsárlón
Komið til Hafnar í Hornafirði um kl. 18:30, engin skipulögð dagskrá um kvöldið.
Höfn í Hornafirði - Djúpivogur - Fljótsdalshérað - Kárahnjúkar - Möðrudalur á Fjöllum
Áfangastaðir dagsins:
- Djúpivogur. Bæjarskoðun, t.d. hægt að líta á eggin í Gleðivík, skoða eitt merkasta steinasafn landsins og komast í matvöruverslun.
- Snæfellsstofa og Skriðuklaustur
- Hengifoss og Litlanesfoss
- Kárahnjúkavirkjun
- Möðrudalur á Fjöllum.
Möðrudalur á Fjöllum - Askja - Drekagil - Herðubreiðarlindir - Akureyri
Viðkomustaðir dagsins:
- Askja, gengið frá bílastæði í Vikraborgum að Öskjuvatni og Víti.
- Drekagil
- Herðubreiðarlindir
- Reykjahlíð, þægindastopp
Áætluð koma til Akureyrar um kl. 20:30
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
- Fatnaður sem hæfir hálendisferðum.
- Góðir skór, göngustafir geta komið sér vel.
- Nesti, a.m.k. fyrir fyrsta ferðadaginn.
Tungumál leiðsögumanns
- Íslenska