Fyrirtækið

Fyrirtækið SBA-Norðurleið hf. er reist á gömlum og rótgrónum grunni. Sérleyfisbílar Akureyrar hf. var stofnað árið 1980 upp úr hópbifreiðadeild sem

Um Sérleyfisbíla Akureyrar - Norðurleið hf.

Fyrirtækið SBA-Norðurleið hf. er reist á gömlum og rótgrónum grunni. Sérleyfisbílar Akureyrar hf. var stofnað árið 1980 upp úr hópbifreiðadeild sem Ferðaskrifstofa Akureyrar hafði rekið í áratugi. Þann 1. febrúar 2001 keyptu Sérleyfisbílar Akureyrar hf. rekstur Norðurleiðar-Landleiða sem þá hafði starfað frá árinu 1951. Í kjölfarið var sett á fót starfsstöð í Reykjavík og nafni fyrirtækisins breytt í Sérleyfisbílar Akureyrar - Norðurleið hf. eða SBA-Norðurleið, eins notað er dags daglega. Þann 1. maí 2001 sameinuðust svo SBA-Norðurleið hf. og hópbifreiðadeild BSH ehf. á Húsavík undir nafni SBA-Norðurleiðar hf. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru tvær, á Akureyri og í Hafnarfirði. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru á Akureyri.

   

SBA-Norðurleið sérhæfir sig í fólksflutningum. Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns árið um kring en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldinn upp í 180. SBA-Norðurleið hefur yfir 80 hópferðabifreiðum að ráða í daglegum rekstri og er fyrirtækið eitt hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Stefna fyrirtækisins er að bjóða farþegum sínum upp á vandaðar bifreiðar og góða þjónustu.

Fyrirtækið tekur að sér akstur með hópa, jafnt erlenda sem innlenda ferðamenn, en býður auk þess upp á skipulagðar hópa- og skoðunarferðir. Eitt af stóru verkefnum SBA-Norðurleiðar er akstur með farþega úr erlendum skemmtiferðaskipum sem hafa viðdvöl hér á landi. Bæði er um að ræða akstur með hópa út frá Akureyri og Reykjavík. Árið um kring er boðið upp á dagsferðir með leiðsögn frá Akureyri um Mývatnssveit og á sumrin eru ferðir með leiðsögn frá Akureyri um Mývatnssveit og Jökulsárgljúfur.

Á sumrin annast fyrirtækið áætlunarakstur milli Akureyrar og Reykjavíkur um Kjöl.

  

Verkstæði eru á báðum starfsstöðvum og sinnir fyrirtækið öllu viðhaldi á eigin bílaflota. Að auki hafa nokkrir grindarbílar verið endursmíðaðir hjá fyrirtækinu. Allar meiriháttar viðgerðir fara fram á Akureyri.

SBA-Norðurleið kappkostar að vera með fjölbreyttan bílaflota sem hentar fyrir ólíkar ferðir í öllum aðstæðum á Íslandi. Flotinn samanstendur af fólksbílum, götubílum, grindarbílum, fjórhjóladrifsbílum sem taka frá 4 – 74 farþega.

Eigendur fyrirtækisins eru Gunnar M. Guðmundsson, Guðni Þórólfsson, Bergþór Erlingsson, Hjördís Úlfarsdóttir, Ferðaskrifstofan Atlantik, Höldur & KEA. 

Framkvæmdastjóri er Gunnar M. Guðmundsson

SBA-NORÐURLEIÐ

HJALTEYRARGÖTU 10  |  600 AKUREYRI  |   SÍMI: 5 500 700  | sba@sba.is | kt: 690190-1259
HJALLAHRAUNI 2  |  220 HAFNARFJÖRÐUR  |  SÍMI: 5 500 770  | sba@sba.is | VSK-nr: 31945