Fyrirtækið

Fyrirtækið SBA-Norðurleið hf. er reist á gömlum og rótgrónum grunni. Sérleyfisbílar Akureyrar hf. var stofnað árið 1980 upp úr hópbifreiðadeild sem

Um Sérleyfisbíla Akureyrar - Norðurleið hf.

Fyrirtækið SBA-Norðurleið hf. er reist á gömlum og rótgrónum grunni. Sérleyfisbílar Akureyrar hf. var stofnað árið 1980 upp úr hópbifreiðadeild sem Ferðaskrifstofa Akureyrar hafði rekið í áratugi. Þann 1. febrúar 2001 keypti Sérleyfisbílar Akureyrar hf. rekstur Norðurleiða-Landleiða og upp frá því var sett á fót starfsstöð í Reykjavík og nafni fyrirtækisins breytt í Sérleyfisbílar Akureyrar - Norðurleið hf. eða SBA-Norðurleið, eins notað er dags daglega. Norðurleið hafði verið stofnað um 1950 þannig að þar var um rótgróið fyrirtæki að ræða.  Þann 1. maí 2001 sameinuðust svo SBA-Norðurleið hf. og hópbifreiðadeild BSH ehf. á Húsavík undir nafni SBA-Norðurleiðar hf. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru tvær, á Akureyri og í Reykjavík. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru á Akureyri.

   

Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns árið um kring en yfir sumartímann starfa yfir 120 manns hjá fyrirtækinu.

SBA-Norðurleið sérhæfir sig í fólksflutningum. Fyrirtækið annast meðal annars áætlunarakstur  á sumrin milli Akureyrar og Reykjavíkur um Kjöl, milli Mývatns og Húsavíkur og frá Akureyri að Ásbyrgi, Hljóðaklettum, Dettifossi og Kröflu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig annast fyrirtækið hvers kyns hópferðaakstur, skólaakstur og reglubundinn akstur á styttri leiðum. 

Fyrirtækið tekur að sér akstur með hópa, jafnt erlenda sem innlenda ferðamenn, en býður auk þess upp á skipulagðar hópa- og skoðunarferðir. Eitt af stóru verkefnum SBA-Norðurleiðar er akstur með farþega úr erlendum skemmtiferðaskipum sem hafa viðdvöl hér á landi. Bæði er um að ræða akstur með hópa út frá Akureyri og Reykjavík. 

  

SBA-Norðurleið hefur yfir 68 hópferðabifreiðum að ráða í daglegum rekstri og er fyrirtækið eitt hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Stefna fyrirtækisins er að bjóða farþegum sínum upp á vandaðar bifreiðar og góða þjónustu. 

Eigendur fyrirtækisins eru Gunnar M. Guðmundsson, Ferðaskrifstofan Atlantik, Guðni Þórólfsson, Bergþór Erlingsson, og Hjördís Úlfarsdóttir. 

Framkvæmdastjóri er Gunnar M. Guðmundsson

SBA-NORÐURLEIÐ

HJALTEYRARGÖTU 10  |  600 AKUREYRI  |  ICELAND  | SÍMI: 5 500 700  | sba@sba.is
HJALLAHRAUNI 2  |  220 HAFNARFJÖRÐUR  |  ICELAND | SÍMI: 5 500 770  | sba@sba.is