Umhverfisstefna

Umhverfisstefna SBA-Norðurleiðar SBA-Norðurleið starfrækir hópferðabifreiðar en sú starfsemi getur haft neikvæð áhrif á umhverfið. Fyrirtækið er meðvitað

Umhverfisstefna fyrirtækisins

Umhverfisstefna SBA-Norðurleiðar

SBA-Norðurleið starfrækir hópferðabifreiðar en sú starfsemi getur haft neikvæð áhrif á umhverfið. Fyrirtækið er meðvitað um þau áhrif og hefur sett sér skýr viðmið til að lágmarka þau eins og kostur er. SBA-Norðurleið hefur sett sér það markmið að endurskoða umhverfisstefnuna reglulega, vinna að endurbótum á henni og fylgja þeim lögum og reglugerðum sem gilda um umhverfismál á Íslandi. 

Með aðild að Vakanum hefur SBA- Norðurleið skuldbundið sig til að stuðla að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu á Íslandi. Rekstur hópferðabifreiða getur haft neikvæð áhrif á umhverfið. Fyrirtækið er meðvitað um þau áhrif og hefur sett sér skýr viðmið til að lágmarka þau eins og kostur er. Umhverfisstefnan er endurskoðuð reglulega og byggir á lögum og reglugerðum sem gilda um umhverfismál á Íslandi. Fyrirtækið leggur áherslu á lágmörkun úrgangs, endurnýtingu, endurvinnslu og verndun umhverfisins. Það er okkar hagur, eins og annarra Íslendinga, að landið beri ekki skaða af ágangi ferðamanna. Við reynum að gera okkar besta til að svo verði ekki. 

Aðgerðir sem gripið hefur verið til til að lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins:

  • Endurnýja aðeins bílaflota fyrirtækisins með bifreiðum sem uppfylla tilskylda evrópska mengunarstaðla á hverjum tímapunkti. 
  • Nota bifreiðir sem hæfa hópastærðum sem best.
  • Úrgangur fyrirtækisins er flokkaður, endurnýttur og endurunninn auk þess sem reynt er að draga úr úrgangsmagni eins og kostur er.
  • Bílstjórar fyrirtækisins hafa fengið fræðslu í vistakstri til að lágmarka olíunotkun og útblástur.
  • Bann við óþörfum lausagangi bifreiða.
  • Þjálfa starfsmenn með umhverfisstefnu fyrirtækisins að leiðarljósi. Koma henni á framfæri við viðskiptavini okkar og leiðbeina þeim hvernig þeir geta tekið þátt í að aðstoða okkur.

SBA-NORÐURLEIÐ

HJALTEYRARGÖTU 10  |  600 AKUREYRI  |   SÍMI: 5 500 700  | sba@sba.is | kt: 690190-1259
HJALLAHRAUNI 2  |  220 HAFNARFJÖRÐUR  |  SÍMI: 5 500 770  | sba@sba.is | VSK-nr: 31945