Vakinn

Gæðakerfi VAKANS er nýjung hér á landi, því ekki hefur áður verið til gæðakerfi þar sem tekið er á jafn mörgum þáttum innan ferðaþjónustunnar og gert er

VAKINN - Gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar

Gæðakerfi VAKANS er nýjung hér á landi, því ekki hefur áður verið til gæðakerfi þar sem tekið er á jafn mörgum þáttum innan ferðaþjónustunnar og gert er hér í VAKANUM. Hingað til hefur nær eingöngu verið í boði gæðakerfi fyrir gistingu.

Byggir á tvennskonar viðmiðum

  • Almenn viðmið, sem gilda fyrir allar tegundir rekstrar fyrir utan gistingu.
  • Sértæk viðmið, fyrir hverja tegund rekstrar. Þau eru alls 23 talsins og má sem dæmi nefna gönguferðir í þéttbýli, hestferðir, vélsleðaferðir o.fl. Væntanlega mun sértækum viðmiðum fjölga þegar fram líða stundir.
Almennum viðmiðum er skipt upp í sjö kafla

  • Sala og kaup á vöru eða þjónustu
  • Þjónusta og ánægja viðskiptavina
  • Aðstaða, búnaður og nánasta umhverfi
  • Stjórnendur og starfsfólk
  • Menning og saga
  • Öryggi, velferð og ábyrgð
  • Stjórnun fyrirtækisins og heildarárangur
Öll fyrirtæki verða einnig að samþykkja að starfa eftir siðareglum VAKANS

SBA-NORÐURLEIÐ

HJALTEYRARGÖTU 10  |  600 AKUREYRI  |   SÍMI: 5 500 700  | sba@sba.is | kt: 690190-1259
HJALLAHRAUNI 2  |  220 HAFNARFJÖRÐUR  |  SÍMI: 5 500 770  | sba@sba.is | VSK-nr: 31945