Fara í efni

Hópferðir

Við erum rótgróið fyrirtæki í hópferðaakstri með starfsstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði. Alla jafna getum við útvegað hópferðabíla með skömmum fyrirvara. Við leggjum metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri, jafnt að sumri sem vetri. Við erum með yfir 80 hópferðabíla af ýmsum stærðum og gerðum og þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir bílar sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum. Bílstjórar okkar hafa hafa hlotið margvíslega þjálfun og flestir hafa áratuga reynslu af akstri við krefjandi aðstæður. Hægt er að fá ferðir með leiðsögn á íslensku eða erlendum tungumálum.

Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu.  Algengustu verkefni okkar eru:

  • Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki, félagasamtök og einkaaðila.
  • Íþróttaferðir
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Skólahópar
  • Ráðstefnuhópar
  • Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri.

Við höfum mikla reynslu í að skipuleggja akstur fyrir fjölbreytta hópa. Starfsfólk okkar leggur sig fram um að koma til móts við þarfir viðskiptavina og veitir nánari upplýsingar. 

Senda fyrirspurn      Fá tilboð