Akureyri - Mývatn Sumarskoðunarferð

SBA-Norðurleið rekur rúmlega 80 vel búna hópferðabíla, 9-74 farþega að stærð. Bílarnir henta bæði vel til sumar- og vetraraksturs auk þess sem sjö þeirra

Akureyri - Mývatn Sumarskoðunarferð

Brottför frá Oddeyrarbót 2 Akureyri: Mán-Fös kl. 07:50 | Lau-Sun kl. 08:30
Brottför frá Akureyrarflugvelli: Virka daga eftir komu flugs NY112 frá Reykjavík en um helgar eftir komu flugs NY114 frá Reykjavík.

Tímalengd: 8-9 klukkustundir
Gildistími: 1. júní - 30. september 2018 Verð kr. 17.100
Innifalið: Akstur og leiðsögn 
Ekki innifalið: Veitingar og aðgangur að Jarðböðunum í Mývatnssveit 
Hafa með: Sundföt og handklæði 

Mývatnssveit er víðfræg fyrir fjölbreytilega náttúrufegurð. Í þessari níu tíma ferð sem hefst  á Akureyri  gefst tækifæri til að sjá það helsta undir leiðsögn kunnugs leiðsögumanns. Fyrst er ekið norður Svalbarðsströnd, austan Eyjafjarðar og yfir Víkurskarð. Þaðan er komið niður í Fnjóskadal og ekið áfram austur í gegnum Ljósavatnsskarð.

Fyrsta stopp í þessari ferð er við Goðafoss. Hann er ekki aðeins einn af okkar fallegustu fossum heldur líka tengdur sögu Íslands í því mikilvæga máli, kristnitökunni. Frá Goðafossi er haldið sem leið liggur áfram austur yfir Fljótsheiði og um Reykjadal að Skútustöðum í Mývatnssveit. Þar eru afar reglulegir gervigígar sem vert er að veita athygli. Þaðan er haldið meðfram suðurströnd Mývatns að þorpinu í Reykjahlíð þar sem tekið er hádegishlé.

SBA 1A (Farþegar bætast við í Reykjahlíð)

Kl: 12:30 hefst skoðunarferð okkar um Mývatnssveit í Dimmuborgum sem eru heimsfrægar fyrir sínar hraunmyndanir. Eftir gönguferð um Dimmuborgir liggur leiðin í gegnum hraunið að Grjótagjá sem var fyrir Kröfluelda, með vinsælli baðstöðum við Mývatn.

Eftir stutt stopp er ekið áfram austur yfir Námaskarð og upp að Kröflu, framhjá fyrstu alvöru gufuaflsvirkjun Íslendinga, upp að sprengigígnum Víti. Myndun hans markaði upphaf Mývatnselda árið 1724. Frá Víti er gott útsýni að Leirhnjúk og hrauninu sem rann í Kröflueldum 1975 til 1984. Þá er haldið til baka niður að leirhverunum á Hverarönd. Eftir göngu um hverasvæðið er haldið í Jarðböðin  þar sem gestum gefst kostur á að upplifa hin dásamlegu náttúruböð. Eftir baðferð er haldið til baka til Akureyrar þangað sem komið er um kl. 17:30.

SBA-NORÐURLEIÐ

HJALTEYRARGÖTU 10  |  600 AKUREYRI  |   SÍMI: 5 500 700  | sba@sba.is | kt: 690190-1259
HJALLAHRAUNI 2  |  220 HAFNARFJÖRÐUR  |  SÍMI: 5 500 770  | sba@sba.is | VSK-nr: 31945