Hvalaskoðun á Húsavík

SBA-Norðurleið rekur rúmlega 80 vel búna hópferðabíla, 9-74 farþega að stærð. Bílarnir henta bæði vel til sumar- og vetraraksturs auk þess sem sjö þeirra

Hvalaskoðun á Húsavík

SBA 3 Hvalaskoðun á Húsavík

Brottfarir frá Oddeyrarbót 2 Akureyri: Daglega kl. 8:00.
Tímalengd: 
10 klukkustundir.
Gildistími:
18. júní - 31. ágúst 2018. Verð kr. 18.700.
Innifalið:
Akstur og hvalaskoðunarferð með Norðursiglingu.

Á leið okkar til  Húsavíkur, sem er einn vinsælasti hvalaskoðunarstaður í Evrópu stoppum við fyrst við Goðafoss, sem er einn af  fallegustu fossum landsins. Fossinn tengist einnig sögunni um kristnitöku landsins.  

Þegar til  Húsavíkur er komið er  hægt að velja um brottfarartíma í hvalaskoðunarferðir hjá Norðursiglingu kl. 10:00 12:00 eða 13:30. Bátsferðin tekur um það bil þrjár klukkustundir og undanfarin ár hefur hvalur sést í yfir 90 prósent ferða. Í upphafi var hrefnan algengasti hvalurinn í flóanum en á síðari árum hafa fleiri tegundir bæst í hópinn. Má þar nefna hnúfubakinn sem vekur ávallt verðskuldaða athygli því hann lyftir yfirleitt sporði áður en hann kafar og á það til að veifa geysistórum bægslum eða jafnvel stökkva upp úr yfirborðinu.

 Skjálfandaflóinn er þó ekki einungis vinsæll vegna hvalanna; fuglar og almenn náttúrufegurð eiga sinn þátt í að gera hvalaskoðun í Skjálfandaflóa eftirminnilega. Í flóanum eru tvær eyjar, Lundey og Flatey, þar sem fjölmargir fuglar verpa, til að mynda lundar, kríur og svartfugl auk þess sem súlur, kjóar og skúmar sjást þar oft í ætisleit. Hin tignarlegu Víknafjöll í vestanverðum flóanum setja óneitanlega svip sinn á ferðirnar.

 Á Húsavík gefst einnig  kostur á að skoða hvalasafn, byggðasafn og fleiri áhugaverða staði.

Brottfarartími frá Húsavík til Akureyrar eru  og 17:00 frá  Gamla bauk. Rúta 641a.

 

SBA-NORÐURLEIÐ

HJALTEYRARGÖTU 10  |  600 AKUREYRI  |   SÍMI: 5 500 700  | sba@sba.is | kt: 690190-1259
HJALLAHRAUNI 2  |  220 HAFNARFJÖRÐUR  |  SÍMI: 5 500 770  | sba@sba.is | VSK-nr: 31945