Akureyri - Mývatn Vetrarskoðunarferð

SBA-Norðurleið rekur rúmlega 80 vel búna hópferðabíla, 9-74 farþega að stærð. Bílarnir henta bæði vel til sumar- og vetraraksturs auk þess sem sjö þeirra

Akureyri - Mývatn Vetrarskoðunarferð

Brottfarartími Mán mið og  föstudaga kl. 08:00 eftir komu flugs NY 112 frá Akureyrarflugvelli. fyrir farþega sem óska eftir að verða sóttir á hótel er brottför 08:10 frá hótel Kea og 08:15 frá Icelandair Hóteli
Tímalengd: 8 klst.
Innifalið: Akstur og leiðsögn
Gildistími: 01.10 2018 - 31.05 2019
Verð: 17.100,- ISK
Börn 12 til 15 ára fá 50% afslátt
Börn 0 til 11 ára fá frítt með fullorðnum

Engar veitingar eru innifaldar

Þessi 8 klukkustunda langa skoðunarferð um Mývatn og sveitir Þingeyjarsýslu að vetrarlagi miðar að því að sýna farþegum eina helstu náttúruperlu landsins.

Fyrst er ekið norður Svalbarðsströnd, austan Eyjafjarðar og austur yfir Víkurskarð. Þaðan er komið niður í Fnjóskadal og ekið áfram austur í gegnum Ljósavatnsskarð. Fyrsta stopp í þessari ferð er við Goðafoss. Hann er ekki aðeins einn af okkar fallegustu fossum heldur líka tengdur sögu Íslands í því mikilvæga máli, kristnitökunni. Frá Goðafossi er haldið sem leið liggur áfram austur yfir Fljótsheiði og um Reykjadal að Skútustöðum í Mývatnssveit. Þar eru afar reglulegir gervigígar sem vert er að veita athygli. Þaðan er haldið meðfram suðurströnd Mývatns að Dimmuborgum með öllum sínum stórkostlegu hraunmyndunum. Eftir hádegisverðarhlé er ekið austur yfir Námaskarð  með viðkomu í Grjótagja og upp að Kröflu, framhjá fyrstu alvöru gufuaflsvirkjun íslendinga, upp að sprengigígnum Víti. Myndun hans markaði upphaf Mývatnselda árið 1724. Frá Víti er gott útsýni að Leirhnjúk og hraununum sem runnu í Kröflueldum 1975 til 1984. Þá er haldið til baka niður að leirhverunum á Hverarönd. Eftir góðan dag Mývatnssveitinn er farþegum gefin kostur að heimsækja Jarböðin áður en haldið er aftur til Akureyrar þar sem að farþegum er annað hvort ekið á flugvöllinn eða að Umferðarmiðstöðinni.


SBA-NORÐURLEIÐ

HJALTEYRARGÖTU 10  |  600 AKUREYRI  |   SÍMI: 5 500 700  | sba@sba.is | kt: 690190-1259
HJALLAHRAUNI 2  |  220 HAFNARFJÖRÐUR  |  SÍMI: 5 500 770  | sba@sba.is | VSK-nr: 31945