Askja - Kverkfjöll - Vatnajökull

SBA-Norðurleið rekur rúmlega 80 vel búna hópferðabíla, 9-74 farþega að stærð. Bílarnir henta bæði vel til sumar- og vetraraksturs auk þess sem sjö þeirra

Askja - Kverkfjöll - Vatnajökull

Gildistími: 2.júlí - 20. ágúst 2018.
Brottför frá Akureyrarflugvelli: Mánudaga kl. 8:05 eða eftir komu flugs NY112/NY114 frá Reykjavík
Brottför frá Oddeyrarbót 2 Akureyri: Mánudaga kl. 8:15
Brottför frá Upplýsingamiðstöðinni í Reykjahlíð: Mánudaga kl. 10:00.
Tímalengd: 3 dagar
Innifalið: Akstur og gisting.Verð 58.500
Ekki innifalið: Gisting og matur.

Þessari þriggja daga ferð er ætlað að veita ferðalöngum tækifæri á að kynnast af eigin raun óblíðri náttúru lands sem stöðugt er verið að móta og breyta af hinum geigvænlegu öflum elds og ísa. Frá þessu svæði Vatnajökuls er góð yfirsýn yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Lagt er upp í ferðina frá Mývatnssveit. Sláandi andstæður heilla ferðalanga þegar haldið er eins og leið liggur til Öskju, um landsvæði eyðimarka og eldfjalla. Í miðri grárri og gróðurlausri auðninni er komið að vininni í Herðubreiðalindum. Síðan er haldið í Drekagil og þaðan að eldstöðinni frægu Öskju. Eftir þrjátíu mínútna göngu í hlíðum Öskju er komið í gíginn Víti, en þar er tilvalið að fá sér sundsprett í  heitu vatninu. Frá Öskju er haldið til Kverkfjalla. Um kvöldið er komið í áfangastað, Kverkfjöll, en þar er dvalist næstu tvær nætur í Sigurðarskála eða á tjaldsvæði við skálann. Á öðrum degi gefst þátttakendum í ferðinni kostur á að fara í gönguferð að og á  Vatnajökli undir leiðsögn reyndra landvarða. Í Kverkfjöllum hafa heitir hverir myndað íshella undir síbreytilegum jöklinum. Frá hellismunnunum er gengið um landslag sem mótað er af hinu sérstæða samspili elds og íss. Takmark okkar er að komast á tindinn, sem er í 1840 metra hæð yfir sjávarmáli, en þaðan er geisifagurt útsýni. Á þriðja degi er lagt upp frá Kverkfjöllum og haldið í Hvannalindir og Möðrudal og svo áfram til Mývatns og Akureyrar.

Athugið að nauðsynlegt er að vera vel búinn til fararinnar. Taka þarf með hlý föt, góðan skófatnað og mat til þriggja daga. Athugið að gönguferðirnar eru langar og geta stundum reynt á. Landverðir útvega mannbrodda og göngustafi, en ef þátttakendur eiga slíkan búnað er sjálfsagt að nota sinn eigin.

Veitingar eru ekki innifaldar í verðinu. Eldunaráhöld eru í skála.  Hægt er að velja um tjald eða skálagistingu sem ekki er innifalin í verðinu.

Gisting í skála 2016 kr. 6.500 nóttin á mann.

Gísting á tjaldsvæði  kr.  1.800 nóttin á mann.

SBA-NORÐURLEIÐ

HJALTEYRARGÖTU 10  |  600 AKUREYRI  |   SÍMI: 5 500 700  | sba@sba.is | kt: 690190-1259
HJALLAHRAUNI 2  |  220 HAFNARFJÖRÐUR  |  SÍMI: 5 500 770  | sba@sba.is | VSK-nr: 31945