Gæða- og umhverfismál
SBA-Norðurleið hefur metnað til að stuðla að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur okkar, eins og íslensku þjóðarinnar, að landið beri ekki skaða af ágangi ferðamanna. Við erum meðvituð um neikvæð áhrif sem rekstur hópbifreiða getur haft á umhverfið en leggjum okkur fram um að vanda eins vel til verka og hægt er.
Áhersluatriði okkar eru:
- Þjálfa starfsmenn með umhverfisstefnu fyrirtækisins að leiðarljósi. Koma stefnunni á framfæri við viðskiptavini okkar og leiðbeina þeim hvernig þeir geta tekið þátt í að aðstoða okkur við að framfylgja henni.
- Endurnýja bílaflota fyrirtækisins einungis með bifreiðum sem uppfylla nýjustu evrópska mengunarstaðla.
- Nota bifreiðar sem hæfa hópastærðum sem best.
- Draga úr magni úrgangs eins og kostur er. Flokka, endurnýta og endurvinna þann úrgang sem til fellur.
- Fræða og þjálfa bílstjóra í vistakstri til að lágmarka olíunotkun og útblástur.
- Bann við óþörfum lausagangi bifreiða.