Kerlingarfjöll og Hveravellir, 15. júlí 2023




















Frábært tækifæri til að upplifa stórbrotna náttúrufegurð:
- Kjalvegur
- Kerlingarfjöll
- Hveradalir
- Hveravellir
Ferðaáætlun
Við leggjum af stað frá Akureyri kl. 08:00 og tökum stutt þægindastopp í Varmahlíð áður en haldið er inn á hálendið eftir Kjalvegi. Við reiknum með einu til tveim myndastoppum á leiðinni í Kerlingarfjöll. Þegar þangað er komið byrjum við á nestisstoppi við þjónusumiðstöðina í Árskarði. Eftir svolitla hressingu og hvíld gefst tími til að skoða stórbrotna náttúru svæðisins. Ekið verður upp að bílastæðinu við Keis og þaðan gengið um Hveradali, u.þ.b. 4 km eftir merktum stígum um leirbrekkur og skorninga þar sem salt- og brennisteinsútfellingar skapa einstaka litadýrð. Á leiðinni má einnig sjá alls konar heitar laugar, leirhveri, soðpönnur, gufuhveri og gufuaugu. Þeir sem ekki vilja ganga um Hveradali geta farið í léttari göngu frá þjónustumiðstöðinni í Árskarði.
Á baka leiðinni verður gefinn frjáls tími á Hveravöllum og þar getur fólk skoðað sig um á svæðinu eða farið í heita náttúrulaug. Áætluð koma til Akureyrar er um kl. 21:00.
Upphafsstaður
Hvað þarf að taka með
- nesti og drykki
- fatnað sem hæfir veðri og aðstæðum
- góða gönguskó
- göngustafi
- sundfatnað og handklæði fyrir þá sem ætla í laugina á Hveravöllum
Tungumál leiðsögumanns
- Íslenska