Fara í efni

Ábyrg ferðaþjónusta

SBA-Norðurleið hefur metnað til að stuðla að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur okkar, eins og íslensku þjóðarinnar, að landið beri ekki skaða af ágangi ferðamanna. Við erum meðvituð um neikvæð áhrif sem rekstur hópbifreiða getur haft á umhverfið en leggjum okkur fram um að vanda eins vel til verka og hægt er.

SBA-Norðurleið leggur ríka áherslu á að starfsemi fyrirtækisins styðji við framtíðarsýn í ferðaþjónustu og sé í sátt við samfélagið og umhverfið. Við leitum stöðugt leiða til umbóta í átt að sjálfbærni og viljum þannig axla ábyrgð á þeim áhrifum sem rekstur fyrirtækisins hefur á samfélagið og umhverfið. Góð þjónusta og öryggi farþega er forgangsatriði í rekstri SBA-Norðurleiðar. Viðbragðsáætlanir eru í öllum bílum, bæði á íslensku og ensku en þeim ber að fylgja ef óhapp eða slys verður. Formlegt viðbragsðteymi tekur við ef neyðarástand verður. 

Viðbragðsáætlun

Það er okkur mikilvægt að:
  • Sýna í verki ábyrgð gagnvart íslenskri náttúru, umhverfi og samfélagi.
  • Hafa í heiðri hagsmuni og orðstír Íslands sem hágæða dvalarstaðar, þar sem fagmennska, gestrisni, góð þjónusta og sjálfbærni eru í fyrirrúmi.
  • Tryggja öryggi viðskiptavina okkar.
  • Álagsstýra flotanum á áfangastaði.