Fara í efni

Fyrirtækið

SBA-Norðurleið sérhæfir sig í fólksflutningum og hóf starfsemi árið 1980. Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns árið um kring en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldinn upp í 200. SBA-Norðurleið rekur um 100 hópferðabifreiðar og er fyrirtækið eitt hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Stefna fyrirtækisins er að bjóða farþegum sínum upp á vandaðar og öruggar bifreiðar ásamt góðri þjónustu.

Fyrirtækið tekur að sér akstur með hópa, jafnt erlenda sem innlenda ferðamenn. Eitt af stóru verkefnum SBA-Norðurleiðar er akstur með farþega úr erlendum skemmtiferðaskipum sem hafa viðdvöl hér á landi. 

Verkstæði eru á báðum starfsstöðvum og sinnir fyrirtækið öllu viðhaldi á eigin bílaflota. Að auki hafa nokkrir grindarbílar verið endursmíðaðir hjá fyrirtækinu. 

SBA-Norðurleið kappkostar að vera með fjölbreyttan bílaflota sem hentar fyrir ólíkar ferðir í öllum aðstæðum á Íslandi. Flotinn samanstendur af fólksbílum, götubílum, grindarbílum og fjórhjóladrifsbílum sem taka frá 6-73 farþega í sæti. 

Eigendur fyrirtækisins eru: