Fara í efni

Starfsumsókn

SBA-Norðurleið óskar eftir góðum bílstjórum til aksturs hópferðabifreiða bæði á Akureyri og í Hafnarfirði. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf. Hæfniskröfur eru:

  • D-réttindi til meiraprófs.
  • Hreint sakavottorð.
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Stundvísi og reglusemi.
  • Tungumálakunnátta er kostur.

Einnig leitum við eftir leiðsögumönnum í dagsferðir frá Akureyri.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á https://www.sba.is/is/um-okkur/starfsumsokn