Fara í efni

Starfsumsókn

Bókari

SBA-Norðurleið leitar að aðila til að hafa umsjón með fjárhagsbókhaldi fyrirtækisins.

Um framtíðarstarf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Tekið verður á móti umsóknum á www.sba.is og disa@sba.is til 19. desember nk. Öllum umsóknum verður svarað.

Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Hjördís Úlfarsdóttir, skrifstofustjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með fjárhagsbókhaldi og færsla bókhalds
  • Innheimta, afstemmingar og undirbúningur uppgjöra
  • Skil gagna og samskipti við endurskoðendur
  • Umsjón með innsendum reikningum og samþykktarferli þeim tengdum
  • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskipta- eða bókhaldsmenntun
  • Haldbær þekking og reynsla af bókhaldi og uppgjörum
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á DK bókhaldskerfi er kostur
  • Samviskusemi og skipulagshæfni
  • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni

 

Bílstjóri

SBA-Norðurleið óskar eftir góðum bílstjórum til aksturs hópferðabifreiða bæði á Akureyri og í Hafnarfirði. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf. Hæfniskröfur eru:

  • D-réttindi til meiraprófs.
  • Hreint sakavottorð.
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Stundvísi og reglusemi.
  • Tungumálakunnátta er kostur.
  • Íslenskukunnátta áskilin.

Einnig leitum við eftir leiðsögumönnum í dagsferðir frá Akureyri.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á https://www.sba.is/is/um-okkur/starfsumsokn