Fara í efni

Áætlunarferðum yfir Kjöl hætt.

Stjórn SBA-Norðurleiðar hefur tekið þá ákvörðun að hætta áætlunarferðum yfir Kjöl en þær hafa verið starfræktar yfir sumartímann s.l. 40 ár. Ákvörðunin byggir á þeirri staðreynd að þessi þjónusta hefur ekki staðið undir kostnaði undanfarin ár annars vegar vegna breyttrar ferðahegðunar erlendra ferðamanna og hins vegar vegna aukins viðhaldskostnaðar ökutækja sem rekja má til ástands Kjalvegar.