Fara í efni

Dagsferð 15. ágúst frestað

Dagsferð sem fyrirhuguð var um Jökulsárgljúfur laugardaginn 15. ágúst hefur verið frestað í varúðarskyni vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19. Við  vonumst til að geta boðið upp á aðrar fyrirhugaðar dagsferðir sem eru:

  • 22. ágúst, Laugafell og Skagafjörður.
  • 29. ágúst, Jökulsárgljúfur og Húsavík - töfrar haustsins. Gengið frá Hólmatungum að Hljóðaklettum.
  • 5. september, Mývatnssveit - töfrar haustsins. Gönguferð frá Reykjahlíð að Birtingatjörn, hægt að velja um mismunandi vegalengdir.

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum sba@sba.is og s. 5 500 717