Fara í efni

Dagsferðir frá Akureyri

Dettifoss
Dettifoss

Sumarið 2020 ætlum við að bjóða fjölbreyttar og  spennandi dagsferðir frá Akureyri.

Markhópurinn er Íslendingar, fjölskyldur, einstaklingar og hópar sem vilja njóta útivistar, skoða náttúruperlur ásamt því að fræðast um sögu, menningu og staðhætti á Norðurlandi. Hugmyndin er tvenns konar, annars vegar ferðir á staði sem erfitt er að komast að á venjulegum fólksbílum. Hins vegar ferðir þar sem gengið er á milli staða þannig að fólk þurfi ekki að hugsa fyrir því að ferja bíla og búnað milli staðanna sem ferðin byrjar og endar á. Dæmi um fyrirhugaðar dagsferðir:

  • Akureyri – Askja – Akureyri
  • Akureyri – Jökulsárgljúfur – Húsavík – Akureyri. Gönguferð þar sem fólk getur valið göngulengd eftir getu og áhuga.
  • Akureyri – Stuðlagil – Möðrudalur á Fjöllum – Akureyri
  • Akureyri – Laugarfell – Skagafjörður – Akureyri
  • Akureyri – söguslóðir Moniku á Merkigili í Skagafirði – Akureyri. Gönguferð fyrir þá sem það kjósa.
  • Akureyri – Fjörður – Akureyri. Gengið yfir í Þorgeirsfjörð.
  • Akureyri – Mývatnssveit – Akureyri. Um 13 km gönguleið þar sem hægt verður að velja alla leiðina eða valda hluta (2, 4, 6, 10 eða 13 km).

Ráðgert er að bjóða ferðir á laugardögum og miðvikudögum frá 27. júní til 5. september 2020. Ferðaval mun birtast í næstu viku og þá hefst skráning í ferðir.

Hópum (15 manns eða fleiri), stendur til boða að panta þessar ferðir sem sérferð á þeim tíma sem hentar best.  Allar nánari upplýsingar eru veittar í gegnum póstfangið  sba@sba.is eða í síma 5 500 700.