Fara í efni

Dagsferðum sumarið 2020 lokið

Laugardaginn 29. ágúst fórum við síðustu dagsferð sumarsins í Jökulsárgljúfur. Samtals fórum við 10 dagsferðir á fimm mismunandi áfangastaði en það voru:

  • Askja og Drekagil
  • Jökulsárgljúfur og Húsavík
  • Laugafell og Skagafjörður
  • Merkigil - Konan í dalnum og dæturnar sjö
  • Stuðlagil og Möðrudalur á Fjöllum

Þátttaka í ferðunum fór fram úr björtustu vonum  og því hefur verið ákveðið að halda áfram með ferðir með leiðsögn fyrir Íslendinga næsta sumar. Við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir frábærar viðtökur og einning þökkum við Akureyrarbæ fyrir veittan styrk til markaðssetningar úr Viðburða og vöruþróunarsjóði.