Fara í efni

Kvöldsiglingar í Drangey

Mikill áhugi hefur verið á ferðum út í Drangey. Því miður hefur veðrið sett strik í reikninginn og ekki alltaf verið hægt að fara á auglýstum dagsetningum. Næsta ferð er fyrirhuguð föstudaginn 2. júlí með brottför frá Akureyri kl. 17:30 eða næst þegar veðurútlit er gott. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á sba@sba.is eða hringja í s. 5 500 700.