Fara í efni

Dagsferðir í Öskju og Drekagil

Mikið hefur verið spurt um ferðir í Öskju. Okkur er því sönn ánægja að tilkynna að í sumar eru áætlaðar tvær dagsferðir frá Akureyri í Öskju og Drekagil, laugardaginn 18. júlí og laugardaginn 8. ágúst.

Brottför frá Akureyri er kl. 07:00 og mun ferðin taka um 15 klukkustundir. Stoppað verður á eftirfarandi stöðum:

  • Mývatnssveit, þægindastopp
  • Herðubreiðarlindir
  • Askja
  • Drekagil
  • Möðrudalur á Fjöllum

Fyrirspurnir má senda á sba@sba.is eða hafa samband í síma 5 500 717.