Fara í efni

Hópferðir hvert á land sem er

SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði. Bílaflotinn samanstendur af 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar- og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggja áratuga reynslu af rekstri hópferðabíla.

Senda fyrirspurnFá verðtilboð

SBA-Norðurleið

SBA-Norðurleið hefur alltaf öryggi og þægindi farþega og starfsmanna í fyrirrúmi. Fyrirtækið leggur sig fram um að velja bifreiðar sem henta hverjum hóp fyrir sig eftir færð og aðstæðum hverju sinni. 

Skoða meira

Þjónusta við skemmtiferðaskip

Ár hvert kemur mikill fjöldi skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Þjónusta við farþega skemmtiferðaskipa er umsvifamikill þáttur í starfsemi fyrirtækisins enda njóta ferðir með leiðsögn mikilla vinsælda. Við höfum áralanga reynslu af þjónustu við stóra hópa og getum annað ferðum fyrir allt að 3500 manns á einum degi.

Skoða meira
Íslenskar aðstæður í Þýskalandi.

Þjálfunarnámskeiðum lokið í Þýskalandi

Bílstjórar SBA-Norðurleiðar luku á dögunum akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi á vegum ökuskólans Ökulands í samstarfi við Mercedes-Benz.
readMoreNews
Hátíðarkveðjur

Hátíðarkveðjur

SBA-Norðurleið óskar viðskiptavinum, starfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.
readMoreNews
Bílstjórar og leiðsögumenn óskast til starfa.

Bílstjórar og leiðsögumenn óskast til starfa.

SBA-Norðurleið óskar eftir góðum bílstjórum til aksturs hópferðabifreiða. Einnig vantar leiðsögumenn til starfa.
readMoreNews
Hjólastólabifreiðar til SBA

Hjólastólabifreiðar til SBA

SBA-Norðurleið hefur tekið í notkun tvær hjólastólabifreiðar af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter og Iveco Feniksbus. Iveco bifreiðin er í hefðbundinni hópbifreiðaútfærslu með 25 farþegasæti og stæði fyrir einn hjólastól. Auka hurð aftast hægra megin o...
readMoreNews

Flotinn Okkar

Bílafloti SBA-Norðurleiðar samanstendur af um 100 vel búnum hópferðabifreiðum í öllum stærðarflokkum sem taka 6-73 farþega í sæti. Meðal helstu þæginda er 4G / 5G WiFi internet í öllum bifreiðum. Að auki erum margar þeirra útbúnar kæliskáp fyrir drykki, USB hleðslu fyrir minni raftæki og salerni.