Fara í efni

Ferðaval fyrir Íslendinga sumarið 2021

Eldgjá, Ófærufoss og Gjátindur.
Eldgjá, Ófærufoss og Gjátindur.

Markhópurinn er Íslendingar, fjölskyldur, einstaklingar og hópar sem vilja njóta útivistar, skoða náttúruperlur ásamt því að fræðast um sögu, menningu og staðhætti. Hugmyndin er tvenns konar, annars vegar ferðir á staði sem erfitt er að komast að á venjulegum fólksbílum. Hins vegar ferðir þar sem gengið er á milli staða þannig að fólk þurfi ekki að hugsa fyrir því að ferja bíla og búnað milli staðanna sem ferðin byrjar og endar á.

Ferðaval sumarsins 2021 samanstendur af átta mismunandi dagsferðum og þremur lengri ferðum.

Dagsferðirnar eru:

 • Askja og Drekagil
 • Drangey - kvöldsigling
 • Jökulsárgljúfur og Húsavík
 • Laugafell og Skagafjörður
 • Merkigil, konan í dalnum og dæturnar sjö
 • Slóðir Guðrúnar frá Lundi
 • Stuðlagil og Möðrudalur á Fjöllum
 • Tröllaskagi - náttúra og mannlíf

Lengri ferðirnar eru:

 • Vestfirðir, fjórir dagar
 • Kjölur, Kaldidalur og Snæfellsnes, fjórir dagar
 • Sprengisandur, Fjallabak og norðaustur hálendið, fimm dagar

Nánari upplýsingar og dagsetningar eru hér en allar þessar ferðir geta hópar pantað sem sérferðir.