Fara í efni

Sumaráætlun yfir Kjöl

Í sumar stefnum við á að vera með áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar, yfir Kjöl, frá 15. júlí til 27. ágúst. Á leiðinni eru 11 stoppistöðvar. Flest stoppin eru örstutt en við Geysi, Gullfoss og á Hveravöllum eru þau lengri þannig að farþegar hafa tíma til að skoða sig um. Ferðirnar henta vel útivistarfólki sem vill ferðast á milli staða á hálendinu eða ætlar að nýta sér gistingu á svæðinu, t.d. í Kerlingarfjöllum eða á Hveravöllum. Gegn vægu gjaldi geta farþegar tekið reiðhjól með sér.

Farið frá Reykjavík á sunnudögum, mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Farið frá Akureyri á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Hópar geta bókað sérferðir hvenær sem vegurinn yfir Kjöl er opinn.